Breska blaðið Telegraph fjallar í dag stuttlega um brotthvarf Jóhannesar Jónsson, kenndan við Bónus, úr stjórn Haga og leggur upp með að Jóhannesi hafi verið bolað úr stjórn félagsins.

Þá segir Telegraph að brotthvarf Jóhannesar marki endalok á áratuga smásöluveldi þeirra feðga, Jóhannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í fyrirsögn fréttar Telegraph segir blaðið að Jóhannes sé faðir Baugs auðjöfursins.

Sem kunnugt er tók Arion banki yfir Haga á síðasta ári en Jóhannes var engu að síður áfram stjórnarformaður. Nú hefur hann verið látinn fara frá félaginu auk þess sem forkaupsréttur hans á 10% hlut í félaginu hefur verið riftur. Þetta kemur allt fram í frétt Telegraph.

Sjá nánar frétt Telegraph.