Að mati starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nemur fjárþörf Íbúðalánasjóðs um 2-3% af landsframleiðslu. Það jafngildir 30-45 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda.

Að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, var mat nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins í sumar að eiginfjárframlag þyrfti að vera um 20 milljarðar króna.

„Starfshópur skilaði niðurstöðum í sumar um hver eiginfjárþörf Íbúðalánasjóðs er miðað við þær forsendur sem bönkunum er skylt að uppfylla. Þá var þörfin metin á um 20 milljarða króna til að sjóðurinn uppfylli kröfu um 5% eiginfjárhlutfall,“ segir Árni Páll í samtali við Viðskiptablaðið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .