Við útgáfu afkomuspár þann 6. október síðastliðinn breytti greningardeild KB banka vogunarráðgjöf sinni á hlutabréfum Íslandsbanka úr markaðsvogun í yfirvogun. Uppgjör bankans nú gefur ekki tilefni til breytingar þar á segir í fyrstu viðbrögðum þeirra. "Við ítrekum fyrri skoðun okkar um að verðþróun hlutabréfa í Kauphöllinni hafi verið með þeim hætti undanfarið að við teljum bankann nú til áhugaverðari fjárfestingakosta á íslenska markaðinum. Greiningardeild mælir áfram með yfirvogun á hlutabréfum Íslandsbanka," segir í tilkynningu greiningardeildar.

Hagnaður Íslandsbanka nam 15,4 mö.kr. eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af 4,8 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi. Uppgjörið er heldur betra en við gerðum ráð fyrir og er hagnaðurinn um 400 m.kr. yfir okkar spá sem gerði ráð fyrir um 4,4 ma.kr. afkomu bankans á fjórðungnum. Skýrist betri afkoma einkum af mjög hagfelldri þróun á gjaldahlið bankans en bæði rekstrargjöld og virðisrýrnun útlána og krafna var mun lægri á fjórðungnum en við gerðum ráð fyrir. Aðrir liðir í uppgjörinu voru að mestu leyti í samræmi við okkar væntingar.