Hannes Smárason, forstjóri FL Group, telur að bandaríska flugfélagið American Airlines eigi að taka þátt í samþjöppun á flugmarkaði í Bandaríkjunum og hefur sóst eftir að funda með stjórn félagsins til að ræða áætlanir sínar, segir í frétt breska dagblaðsins The Times.

FL Group keypti tæplega 6% hlut í félaginu nýlega og er þriðji stærsti hluthafinn í American Airlines. Fyrirtækið greiddi 400 milljónir Bandaríkjadali fyrir 5,98% hlut, sem samsvarar um 29 milljörðum króna.

Hannes sagði í samtali við The Times að umhverfið í Bandaríkjunum hafi breyst töluvert síðan American Airlines gerði tilraun til að sameinast US Airways árið 2000, en samkeppnisyfirvöld komu í veg fyrir samrunann.

?Ég held að mikið hafi breyst í geiranum síðan þá [?] American ætti að taka þátt í samþjöppuninni,? sagði Hannes.