Erlent 5. desember 2012 11:19 Ritstjórn / [email protected]

Tesco fór sneypuför til Ameríku

Breska verslanakeðjan Tesco ætlaði sér stóra hluti í Bandaríkjunum. Þær áætlanir virðast fyrir bí.
Ljósmynd: Aðrir ljósmyndarar

Breska stórverslunin Tesco er við það að draga í land með áform sín í Bandaríkjunum og skoðar nú möguleikann á því að selja verslanir sínar undir merkjum Fresh & Easy þar í landi. Árangur matvörukeðjunnar hefur verið undir væntingum, að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu The New York Times.

Í blaðinu kemur fram að stjórnendur verslunarinnar hafi fengið nokkkur tilboð í búðirnar vestanhafs. Sömuleiðis er skoðað að láta Fresh & Easy renna saman við aðra verslanakeðju.

Þýska verslanakeðjan Aldi sem er með rekstur í Bandaríkjunum hefur áhuga á rekstri Fresh & Easy, að sögn blaðsins.

Í The New York Times segir að afkoma Tesco hafi verið slök upp á síðkastið og hafi stjórnendur verslunarinnar breytt um kúrs og tekið að einbeita sér að heimamarkaðnum.

Aðrar fréttir
Fólk
Skoðun
Eftir vinnu