Rafbílaframleiðandinn Tesla mun á næstunni segja upp u.þ.b. 3.000 starfsmönnum sínum, eða um 9% af heildarfjölda starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef BBC .

Fyrirtækið vill meina að þessar uppsagnir tengist endurskipulagningu á fjárhag félagsins, en með endurskipulagningunni sé stefnt á að draga úr kostnaði og auka arðsemi félagsins.

Að sögn Elon Musk var þessi ákvörðun um að segja upp starfsmönnunum mjög erfið.