*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Fólk 13. nóvember 2020 17:59

Þóra til Eignamiðlunar

Þóra Birgisdóttir kemur inn í stjórn Eignamiðlunar en hún var áður á fasteignasölunni Borg.

Ritstjórn
Þóra Birgisdóttir er reynslumikill fasteignasali.

Þóra Birgisdóttir, löggiltur fasteignasali, hefur fært sig um set frá Borg fasteignasölu og yfir til Eignamiðlunar. Þá tekur hún jafnframt sæti í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eignamiðlun.

Eignamiðlun er ein elsta starfandi fasteignasala landsins og bætist Þóra við í hóp þeirra sem þar starfa. Auk löggildingarinnar er Þóra menntaður viðskiptafræðingur með M.sc. gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. 

„Það er gríðarlega ánægjulegt að fá reynslu og sýn Þóru í okkar hóp,“ er haft eftir Kjartani Hallgeirssyni, framkvæmdastjóra og öðrum eiganda Eignamiðlunar, í tilkynningunni. Þóra búi yfir mikilli reynslu á sviði fasteignasölu, bæði við sölu fasteigna og rekstur sem og úr fjármála- og fjarskiptageiranum.