Þrír lífeyrissjóðir, Festa, Gildi og Stapi keyptu á mánudag 205 milljónir hluta í VÍS fyrir um 1.660 milljónir króna, eða ríflega 8% hlut í félaginu. Á nýjum lista yfir stærstu hluthafa VÍS kemur fram að Gildi á nú 4,76% í félaginu, Stapi 3,59% og Festa 1,50%. Stapi og Festa voru ekki á lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins fyrir kaupin.

Gildi er nú sjötti stærsti hluthafi VÍS, en Klakki er sem fyrr stærsti eigandi félagsins með 14,96%. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 9,81% og Lífeyrssjóður starfsmanna ríkisins A-deild 6,34%.

Lífeyrissjóðir eiga samtals 33,64% hlut í félaginu, en af 20 stærstu hluthöfum félagsins eru 10 lífeyrissjóðir.