Virði eigna gamla Landsbankans jókst um 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þrotabúið átti í lok september eignir upp á 1.507 milljarða króna sem er um 200 milljörðum meira en forgangskröfur í þrotabúið hljóða upp á. Forgangskröfur eru nær eingöngu Icesave-kröfur. Forgangskröfurnar hljóða upp á ríflega 1.300 milljarða króna.

Búið að borga helming forgangskrafna

Slitastjórn Landsbankans hélt fund fyrir kröfuhafa þrotabúsins í morgun þar sem staðan var kynnt. Slitastjórnin hefur greidd kröfuhöfunum þrisvar sinnum úr búinum. Síðast var það gert í byrjun október þegar þeir fengu 82 milljarða króna. Þeir hafa nú fengið greiddar 660 milljarða króna úr búi gamla Landsbankans.