Sjóðstýringarfélagið PIMCO hefur stofnað alþjóðlegt ráðgjafaráð sem er skipað fimm heimsþekktum sérfræðingum á sviðum stjórn- og efnahagsmála.

Meðal þeirra sem munu eiga sæti í ráðgjafaráðinu eru Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Jean-Claude Trichet, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu og forseti kerfisáhætturáðs Evrópusambandsins.

Aðrir sem eiga sæti ráðinu eru Ng Kok Song, fyrrverandi fjárfestingarstjóri fjárfestingarfélags stjórnvalda í Singapore, Anne-Marie Slaughter, forseti hugveitunnar New America.

Ráðgjafaráðinu er ætlað veita innsýn inn í ástand og horfur á fjármálamörkuðum og áhrif þróunar í efnahagsmálum, stjórnmálum á þá markaði.

GAMMA á Íslandi er samstarfsaðili PIMCO á Íslandi en félagið sér um markaðssetningu á sjóðum PIMCO hér á landi til fagfjárfesta.