*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 18. febrúar 2019 18:03

Þúsundir starfa í símavörslu í hættu

Framkvæmdastjóri Citigroup segir að tæknin muni leysa af hólmi tugþúsundir manna í símavörslu.

Ritstjórn
Citigroup eyðir 8 milljörðum dollara árlega í þróun á tækni sem geti leyst mannshöndina af hólmi.
european pressphoto agency

Mike Corbat framkvæmdastjóri Citigroup, fjórða stærsta banka Bandaríkjanna miðað við eignir, segir tugþúsundir manna sem starfi í símavörslu fyrir bandaríska banka eigi nú í hættu á verða leyst af hólmi af tækninni. Corbat segir í viðtali við Financial Times að þessi mikla breyting sé á næsta leiti og sé liður í því að lækka kostnað og bæta þjónustu við viðskiptavini bankans.

Mikil hagræðingarkrafa er nú gerða á fjármálastofnanir í Bandaríkjunum og bankar keppast við fækka starfsfólki til lækka rekstrarkostnað. Að mati FT hefur framkvæmdastjórn Citigroup verið óvenju opinská um fyrirætlanir sínar um fækkun starfsmanna í samanburði við aðra banka.  Starfsmenn bankans eru nær 210 þúsund talsins um heim allan, en síðastliðið sumar hafi bankinn tilkynnt að stefnan væri að fækka starfsfólki á fjárfestingabankasviði um 20 þúsund manns.

Citigroup fjárfestir átta milljörðum dollar í tækniþróun og rannsóknir í þeim tilgangi að tæknivæða frekar þjónustu sína við þá 100 milljónir manna sem eiga í viðskiptum við bankann. „Þróun gervigreindar hefur verið svo hröð að nú þegar er tiltölulega auðvelt að tæknivæða svör og þjónustu við 30 algengustu fyrirspurnir sem berast bankanum á tiltölulega einfaldan máta,“ segir Corbat í samtali við FT.

Nokkur fyrirtæki í Bretlandi hafa lagt niður símarvörslu og reiða sig nú á tölvur til að leysa úr fyrirspurnum viðskiptavina sinna, eins og smásöluverslunin Marks and Spencer. Þá leggi Google nú mikið kapp í hönnun á hugbúnaði til þess að leysa mannlega símavörslu af hólmi. 

Stikkorð: citigroup símavarsla
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is