Timburinnflutningur í mars 2010 var um helmingi minni en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Nam innflutningurinn nú 1.629 tonnum á móti 3.173 tonnum í mars 2009. Þá var það líka um helmings minnkun frá árinu 2008 þegar flutt voru inn 6.189 tonn af timbri í marsmánuði. Mestur var timburinnflutningurinn þó í mars 2007 þegar flutt voru inn 9.844 tonn.

Mikill samdráttur var einnig í mars í innflutningi á öðrum byggingarvörum eins og krossviði, spóna- og gipsplötum. Voru t.d. einungis flutt inn 55 tonna af krossviði á móti 202 tonnum í mars 2009, 678 tonnum í sama mánuði 2008 og 910 tonnum 2007. Varðandi spóna- og aðrar byggingaplötur voru flutt inn 857 tonn í mars 2010 en 1.074 tonn í sama mánuði í fyrra. Af þessum byggingarefnum voru flutt inn 2.107 tonn í mars 2008 og 3.158 tonn í sama mánuði 2007.