Tvö ný tölvuleikjafyrirtæki hafa hafið starfsemi hér á landi það sem af er ári. Það eru fyrirtækin Mindgames, og finnska fyrirtækið Sauma Technologies. Þau bætast í hóp vaxandi fjölda fyrirtækja sem starfa í tölvuleikjaiðnaði hér á landi að því er segir í frétt á heimasiðu Samtaka iðnaðarins.

Í þessari viku var fyrsti fundur starfsmanna og áhugamanna um leikjaþróun þar sem fulltrúar frá Betware, On the Rocks, Gogogic, CCP, Sauma Technologies, Mindgames og gervigreindarseturs HR hittust og ræddu málin.

Sem dæmi má nefna að tölvuleikir eru stærsta menningartengda útflutningsvara Finna, stærri en kvikmyndir og tónlist.