Bílaframleiðandinn Toyota hefur innkallað 2,3 milljón bifreiða í Bandaríkjunum vegna galla í fótstigum (petulum) bifreiðanna.

Gallinn hefur lýst sér þannig að petalarnir eyðast of hratt og festast í mörgum tilvikum og geta þannig skapað stórhættu samkvæmt frétt BBC af málinu.

Enn hefur ekki verið greint frá því hvort að innkallanirnar muni ná út fyrir Bandaríkin en í október s.l. innkallaði Toyota 4,2 milljónir bifreiða þar sem petalarnir áttu það til að festast undir gólfmottum bifreiðanna.

Bifreiðarnar sem um ræðir eru RAV4 (árg. 2009 – 2010), Corolla Matrix (árg. 2009 – 2010), Avalon (árg. 2005 – 2010), Camry (árg. 2007 – 2010), Highlander (árg. 2010), Tundra (árg. 2007 – 2010) og Sequoia (árg. 2008 – 2010).