Almennar hækkanir voru á mörkuðum Asíu og nágrennis í nótt, í kjölfar mikilla hækkana í Bandaríkjunum sem virðast knúin áfram af aukinni bjartsýni í kjölfar forsetakosninganna í landinu.

Virðast fjárfestar sem upphaflega höfðu miklar efasemdir um Trump sem forsetaefni, sérstaklega þar sem hann hefur lýst yfir andstöðu við fríverslun, þá virðast margir trúa því að áætlanir hans um að örva efnahaginn með beinum aðgerðum muni vega þar upp á móti.

Áætlanir hans um auknar fjárfestingar í innviðum eru taldar muni hækka heimsmarkaðsverð á stáli og sementi, en einnig hafa áhrif á eftirspurn eftir öðrum hrávörum eins og kopar.

Námu og stálrisar hækka í verði

Hækkaðu hlutabréf námurisans BHP Billiton í Ástralíu um 2,65% og Rio Tinto um 2,52% í nótt meðan gengi bréfa kóreska stálframleiðandans Posco hækkaði um 1,74%

Verðhækkanir voru á verði kopars, nikkels og á zinki á málmmarkaðnum í London og íbúðakaup í Bandaríkjunum héldu áfram að aukast annan mánuðinn í röð í októbermánuði.

Gjaldmiðlar í Asíu halda hins vegar áfram að veikjast, sem gefur til kynna að erlendir sjóðir séu að draga fé sitt til baka frá svæðinu. Hefur filipíska pesóið ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í 8 ár, en hann styrktist einnig gagnvart hinu malasíska ringgit og kóreska woninu.

Breytingar á hlutabréfavísitölum á svæðinu í nótt:

  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði um 0,23%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði um 0,49%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,05%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði um 0,03%
  • FTSE China A50 vísitalan hækkaði um 0,68%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 1,31%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,47%