Tryggvi Þór Herbertsson mun taka formlega til starfa á morgun sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.

Tryggvi sagðist ekki mundu veita nein viðtöl um sín störf í fjölmiðlum a.m.k. næsta mánuðinn.

„Ég mun aðstoða forsætisráðherra og móta tillögur í efnahagsmálum,“ sagði Tryggvi í viðtali við Viðskiptablaðið 22. júlí. „Það mun ég gera með því að hitta aðila úr m.a. fjármálakerfinu og frá vinnumarkaði. Ég mun sía út hugmyndir og móta tillögur og síðan væntanlega gerir hann [forsætisráðherra] þær að sínum tillögum og setur þær í framkvæmd.“