Financial Times heldur því fram að fjármálaráðherra Grikklands hafi sent lánardrottnum bréf þar sem fallist er á skilyrði fyrir frekari neyðaraðstoð, með fyrirvörum.

Hermt er að meðal fyrirvara sé að grískar eyjar haldi áfram undanþágum frá greiðslu virðisaukaskatts, að ekki verði ráðist í hækkun lífeyrisaldurs fyrst um sinn. Þá

Tsipras hafði áður boðað þjóðaratkvæðagreiðslu þann 5. júlí næstkomandi þar sem hann hafði hvatt Grikki til að hafna skilyrðum AGS, Evrópska seðlabankans og framkvæmdastjórnar ESB um aukið aðhald í ríkisfjármálum.

Áskrifendur FT geta lesið efnið hér.