Skattrannsóknarstjóri og sérstakur saksóknari hafa til rannsóknar tugi mála er varða staðgreiðslu skatta vegna fjármagnsog vaxtatekna viðskiptavina íslenskra fjármálastofnana fyrir hrun.

Málin eru afsprengi vinnu sem unnin var á árunum 2009 og 2010 hjá skattrannsóknarstjóra, en eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í febrúar 2010 þá var grunur um að bankarnir hefðu ekki skilað þeim sköttum sem þeim bar að skila, hvort sem það var vegna starfsemi þeirra sjálfra eða vegna staðgreiðslu skatta vegna gerninga sem þeir framkvæmdu fyrir viðskiptavini sína.

Eins og áður segir er um tugi mála að ræða og snúa þau flest að því hvort viðskiptavinir bankanna hafi talið fram fjármagnstekjur vegna framvirkra skiptasamninga. Í einhverjum tilvikum virðast bankar ekki hafa haldið eftir skattgreiðslum og skilað til ríkisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.