Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands
á vegum ríkisins. Fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring fá ríkisstarfsmenn 27.700 krónur. Fyrir gistingu eingöngu eru dagpeningar ákveðnir 17.780 krónur. Fæðiskostnaður er greiddur 9.920 fyrir minnst 10 tíma ferðalag en 4.960 fyrir minnst 6 tíma ferðalag. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Um er að ræða verulega hækkun frá þeim reglum sem tóku gildi í september 2011. Þá voru greiddar 20.800 krónur fyrir gistingu og fæði, en hækkunin nemur 33 prósentum. Fyrir gistingu eingöngu er hlutfallsleg hækkun um 60%.