Tvær leiðir eru til þess að taka á greiðslujafnaðarvanda eins og þeim sem Ísland stendur nú frammi fyrir, að mati fjármálaráðherra. Það er annað hvort gert með því að eigendur innlendra eigna veiti afslátt af þeim þegar þeim er skipt fyrir erlendan gjaldeyri, það sem kallað hefur verið útgönguskattur, eða að tryggja að kvikar eignir færist í langtímaeignir, þ.e. að lengja í skuldum.

Kemur þetta fram í skýrslu ráðherrans um framgang áætlunar um losun fjármagsnhafta sem birt var í gær. Skilmálar slíkra breytinga á eignum og skuldum verða því að tryggja að ómögulegt sé að gjaldfella þær eða koma á fyrra ástandi. Þannig megi gera ráð fyrir að skammtímaeigendur slíkra gerninga veiti afslátt af þeim við sölu en langtímafjárfestar hagnist á þeim til lengri tíma litið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .