*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 25. mars 2015 07:55

Tvöfalda þarf gistirými í Reykjavík

Landsbankinn spáir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu sjö árum.

Ritstjórn
Ferðamenn.
Haraldur Guðjónsson

Fjölga þarf hótelherbergjum í Reykjavík á næstu sjö árum sem samsvarar allri uppbyggingu hótela í borginni frá upphafi og til ársins 2015 ef spá Landsbankans gengur eftir um fjölgun ferðamanna á næstu árum. Þetta sagði Davíð Björnsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustu í gær, en Fréttablaðið greinir frá þessu.

Benti Davíð á í erindi sínu að herbergjum á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í höfuðborginni hefði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.400 árið 2010, en þau verði svo 4.000 í árslok. Til þess að anna eftirspurn næstu ára þurfi að byggja 600 ný herbergi á ári frá 2016 til 2022.

Í spá bankans kemur fram að ferðamenn hér á landi muni 2 milljónir árið 2021, en til samanburðar er því spáð að þeir muni telja 1,17 milljónir á þessu ári.