© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Um 58% ferða Iceland Express voru á réttum tíma á tímabilinu 16. til 31. ágúst. Meðalseinkun var 24 mínútur. Um 79% ferða Icelandair voru á réttum tíma og var meðalseinkun 11 mínútur, samkvæmt tölum turisti.is.

Í upphafi mælinga í sumar átti Iceland Express erfitt með að halda áætlun og aðeins 17% af vélunum fóru á umsömdum tíma. Farþegarnir þurftu að sætta sig við klukkutíma seinkun að meðaltali. Express baðist í framhaldinu afsökunar á seinkunum. Á turisti.is segir að frammistaðan hafi batnað til muna, nú í lok sumars, og nærri sex af hverjum tíu ferðum halda áætlun.

Túristi.is .