Ávöxtunarkrafa tíu ára þýskra ríkisskuldabréfa, sem margir líta á sem mælikvarða á fjármagnskostnað á evrusvæðinu, fór yfir núll í gær í fyrsta sinn síðan í mars 2019. Hækkun ávöxtunarkröfunnar er talin merki um að fjárfestar vænti þess að seðlabankar muni hækka stýrivexti til að ná tökum á vaxandi verðbólgu, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Til marks um þróunina á evrópska skuldabréfamarkaðnum þá tilkynnti Grikkland fyrr í gær um hæsta fjármögnunarkostnað við útgáfu á tíu ára skuldabréfi frá mars 2019.

Verðbólga hefur farið vaxandi í stærstu hagkerfum heims á undanförnum mánuðum. Nýjar verðbólgutölur frá Bretlandi í gær voru ekki hughreystandi en verðbólgan þar í landi mældist 5,4% í desember og hefur ekki verið hærri í þrjátíu ár. Þá náði verðbólga á evrusvæðinu náði sínu hæsta stigi frá upphafi mælinga árið 1997 þegar hún mældist 5% í síðasta mánuði .

Í umfjöllun FT segir að markaðurinn væntir þess að breski seðlabankinn muni hækka vexti í þrígang fyrir ágúst næstkomandi. Þá tilkynnti Evrópski seðlabankinn  í desember að hann myndi draga úr umfangi magnbundnu íhlutun sinni.

Neikvæð ávöxtunarkrafa á tíu ára bréfunum gefur til kynna að fjárfestar voru tilbúnir til að greiða fyrir að lána þýska ríkissjóðsins í heilan áratug.