Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA

Hvernig var árið 2022 á heildina litið?

Hver einn og einasti bransi tókst á við áskoranir og það þurfti að þvo munninn á internetinu með sápu í nokkur skipti. Þurfum að standa enn betur með mannréttindum og girða okkur í brók er kemur að grænum málum og sjálfbærni.

Hvað fannst þér ganga vel á árinu?

Það gengur oft mjög vel þegar við hlustum á ungt fólk sem er laust við meðvirkni og kann að setja sér mörk. Verið að skoða ríkjandi hugmyndir sem verður vonandi til þess að allt fólk geti farið að lifað með reisn. Við erum víða farin að spá í mikilvægi þátttöku og margbreytileika en ekki bara hefðbundnu kynjajafnrétti sem er af hinu góða. Fjölgun kvenna í Kauphöllinni var hressandi.

Hverjar eru væntingar þínar til næsta árs?

Sjálfbærni þarf að fléttast saman við alla þætti lífsins og við þurfum að skapa aðstæður fyrir heilbrigði og vellíðan. Mér finnst víða vera að teiknast upp samfella, umgjörð um hvert verkefnið er sem er gott því við megum ekki láta tækifærin framhjá okkur fara á stígamótum sem við stöndum öll á í víðasta skilningi. Tala minna og gera meira kannski? Gildi samtímans gefa vísbendingu um einhverja framtíð og það væri gott ef sett verði bann við kjánalegum skoðunum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði