Uppgjör Avion Group fyrir annan fjórung var undir væntingar greiningardeildar Kaupþings banka. Tekur á tímabilinu 1. febrúar 2006 til 30. apríl 2006.

?Rekstur félagsins er árstíðabundinn og eru fyrstu tveir ársfjórðungar rekstrarársins félaginu erfiðir. Á öðrum ársfjórðungi nam velta félagsins rúmlega 400 milljónum dollara. Tap félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) nam 13,3 milljónum dollara [1 milljarður króna] sem samsvarar -3,3% sem hlutfall af veltu. Tap fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 33,2 milljónum dollara [2,5 milljarðar króna] sem samsvarar -8,3% af veltu. Heildartap félagsins á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 62 milljónum dollara sem er töluvert undir spá
greiningardeildar en okkar spá gerði ráð fyrir tapi uppá tæplega 9 milljónir dollara," segir greiningardeildin.

Ástæða tapsins er stórum hluta vegna gengistaps af erlendum skuldum uppá 37 milljónir dollara [2,8 milljarðar króna] sem eru vegna þess að Eimskip er gert upp í íslenskum krónum.

?Einnig má rekja tapið til endurskipulagningar hjá Air Atlanta og kostnaðar í ferðaþjónustu (Charter & Leisure) vegna undirbúnings fyrir sumarið. Þessi niðurstaða er að sögn stjórnenda í takt við væntingar en er, eins og áður hefur komið fram, töluvert undir spá greiningardeildar," segir greiningardeildin.

Avion Group er í viðræðum við um sölu á meirihluta hlutfjár í Avion Aircraft Trading. ?Verði að sölunni, kemur hún til með að hafa mikil jákvæð áhrif á afkomu Avion Group á yfirstandandi rekstrarári," segir greiningardeildin og vitnar í tilkynningu til Kauphallarinnar.