Hálfsársuppgjör MP banka hefur ekki verið endanlega samþykkt af stjórn MP banka, en er nú rætt innan stjórn bankans, segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, í samtali við Viðskiptablaðið. Endanleg ákvörðun um hvort hann verði birtur opinberlega liggur ekki fyrir. Þrír mánuðir eru frá því að hlutafjáraukningu bankans lauk og nýir aðilar, með Skúla Mogensen fjárfesti í fararbroddi, tóku við rekstrinum. Frestur til að skila uppgjörinu til Fjármálaeftirlitsins er til loka september. Sigurður Atli segir að reikningurinn verða líklegast klár fyrir lok næstu viku.