*

föstudagur, 10. júlí 2020
Fólk 29. janúar 2020 11:10

Upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor hættir

Ragnhildur Sverrisdóttir hættir eftir tíu ár hjá Novator „með vorinu". Er sátt við viðskilnaðinn og tímann.

Ritstjórn
Ragnhildur Sverrisdóttir hefur verið upplýsingafulltrúi hjá Novator síðustu 10 árin, en þar áður í 25 ár hjá Morgunblaðinu.
Haraldur Guðjónsson

Eftir tíu ár hjá Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thor Björgólfssonar, segir Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi að hún sé að hætta í sátt og sé aldeilis sátt við tímann hjá félaginu. Hún segist ekki hafa vitað af því að fréttir myndu koma í morgun um að hún væri að hætta, en segir þær alveg réttar.

„Ég er að klára einhver verkefni sem eftir sitja, en ég hætti núna einhvern tíman á vordögum skulum við segja,“ segir Ragnhildur sem staðfestir jafnramt að hún sé að hætta í sátt. „Já aldeilis allt í sátt og samlyndi, þetta eru orðin tíu ár og orðið alveg ágætt.“

Spurð hvað taki við segir hún að „það liggur ekki fyrir ennþá, er núna bara að ljúka þessum viðskilnaði við Novator í rólegheitum“.

Áður en Ragnhildur tók til starfa hjá Novator árið 2010 var hún í 25 ár í blaðamennsku hjá Morgunblaðinu, þar á meðal sem fréttastjóri. Ragnhildur tók B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2003 til 2006.