*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 26. maí 2019 14:58

Úr góðum hagnaði í tap

Afkoma framleiðanda Holtakjúklinga og Kjörfugl fór úr 154,5 milljónum króna niður í 23,8 milljónir króna.

Ritstjórn

Afkoma Reykjagarðs hf., sem framleiðir Holtakjúklinga og Kjörfugl, fór úr 154,5 milljóna króna hagnaði árið 2017, niður í 23,8 milljóna króna tap á síðasta ári. Tekjurnar drógust saman um 3,3% milli ára, í 3.3 milljarða króna en rekstrargjöld og afskriftir félagsins jukust um 2,8%, og námu tæplega 3,3 milljörðum króna. 

Skuldirnar jukust um nærri hálfan milljarð, í 1,5 milljarða, meðan eigið fé félagsins stóð nánast í stað í um 1,3 milljörðum króna. Guðmundur Svavarsson er framkvæmdastjóri félagsins sem er í eigu SS.