Samtök atvinnulífsins ásamt Félagi kvenna í atvinnurekstri og Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu héldu í gærmorgun morgunverðarfund undir yfirskriftinni Úr vörn í sókn: Hvað gerðu finnsku fyrirtækin?

Fundurinn var vel sóttur og fór svo að færa þurfti fundinn úr Sunnusal Hótel Sögu yfir í stærri sal hótelsins, Súlnasal.

Gestir fundarins voru þau Jukka Koivisto og Anders Blom en þeir þekkja mjög vel til í finnsku atvinnulífi og þeirra erfiðleika sem finnsk fyrirtæki gengu í gegnum. Jukka stýrir stefnumótun samtaka atvinnulífsins í Finnlandi (EK) en Anders er formaður samtaka einkafyrirtækja í Finnlandi (PL).

Fundarstjóri var Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Með því að smella á númerin hér til hliðar má flétta á milli mynda.