Etir ládeyðu undanfarinna ára eru árangurstengdar greiðslur í íslenskum fyrirtækjum orðnar meira áberandi en áður og eins sýna hluthafar og stjórnendur fyrirtækja sýna því einnig meiri áhuga að huga að skattalegri hagkvæmni og vakna þá oft upp spurningar um mörk launa og fjármagnstekna. Lagaleg takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í þeim efnum, að sögn Páls Jóhannessonar, lögmanns hjá Nordik lögfræðiþjónustu, en hann hélt fyrir skömmu erindi um þetta efni á Advel-deginum. Sprotafyrirtæki hafi fleiri möguleika en eldri og rótgrónari fyrirtæki.

„Ef starfsmaður er jafnframt hluthafi þá fær hann greiddan arð, sem flokkast til fjármagnstekna og greiðir ekki aðeins lægri skatta af þeim, heldur þarf launagreiðandi ekki að greiða af þeim tryggingagjald eða mótframlag í lífeyrissjóð. Á móti kemur að arður til hluthafa er ekki frádráttarbær kostnaður. Menn verða almennt að fara varlega því eins og reynsla síðustu ára hefur sýnt geta menn rekið sig á að skattayfirvöld hafa annan skilning á skattskyldu en þeir sjálfir,“ segir Páll.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .