Eftir hækkanir gærdagsins, lækkaði úrvalsvísitala kauphallarinnar um 0,55% í tæplega 1,37 milljarða króna veltu. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1707,70 stigum.

HB Grandi hækkaði enn einn daginn í röð, en nú um 1,30% og þó í litlum viðskiptum. N1 hækkaði um 0,33% tæplega 273 milljón króna veltu, á meðan Reitir hækkuðu um 0,77% í 136 milljón króna veltu. Önnur félög á aðalmarkaði lækkuðu í viðskiptum dagsins.

Utan vísitölunnar, hækkaði Nýherji um nær 1,28% í 54,7 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Sjóvá um 1,02% í tæplega 49 milljón króna viðskiptum.

Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,3% í 8 milljarða króna viðskiptum, á meðan hlutabréfavísitala sjóðstýringarfélagsins lækkaði um 0,5% í 1,3 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitalan þeirra lækkaði um 0,2% í 5,6 milljarða króna viðskiptum og þar af lækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um nær 0,1% og sá óverðtryggði um 0,5%.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa Gamma lækkaði um 0,2% í 1,1 milljarða króna viðskiptum.