Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 56% frá áramótum og stóð í 5,246 stigum við lok viðskipta í gær.

Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Íslandsbanka er Bakkavör hástökkvari ársins, en gengi hlutabréfa félagsins hafa hækkað um 117% frá áramótum. Næstur er Landsbanki Íslands, en gengi bréfa bankans hefur hækkað um 105% á sama tíma bili.

Hins vegar hefur gengi bréfa SÍF lækkað um 12% það sem af er ári og Flaga Group hefur lækkað um 19%.

?Vísitalan hækkaði um 41% fram í fyrrihluta september en lækkaði svo um 6% á fjögurra vikna tímabili fram í miðjan október. Þeir fjárfestar sem sáu tækifæri í þeirri lækkun sem varð á markaðnum hafa uppskorið ríkulega því vísitalan hefur hækkað um 17,6% á síðustu tveimur mánuðum," segir greiningardeild Íslandsbanka.