William Hague, utanríkisráðherrra BBC Radio 4 í dag að hann vonaði að evran myndi lifa af hremmingarnar sem gjaldmiðillinn er í.  En hann er þó ekki viss um að svo fari.

Hague var spurður að þessu í framhaldi að umræðum um mögulegan björgunarpakka til handa Írum.  Hague, sem hefur lengi verið gagnrýninn á sameiginlega evrópska mynt, sagðist vona að evran myndi lifa af þá erfiðleika sem myntsvæðið og sum aðildarlönd hennar eru í.  Hann bætti hins vegar við: Hver veit?

Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni, að Bretar hafa mikla hagsmuni af því að írskir bankar fari ekki á hausinn.  Breska bankakerfið, en breska ríkið á hlutabréf í mörgum bönkum, hefur lánað, eða tekið annars konar áhættu, írskum bönkum um 25.000 milljarða króna.