Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ætlar að lækka útsvar úr 14,18% í 13,66% en seinni umræða fór fram í gær og var samþykkt samhljóma. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, segir að skuldahlutfall bæjarins sé um 70% og að það sé með því lægsta á landinu.

Samkvæmt lögum eiga sveitarfélögin að ná skuldahlutfallinu niður fyrir 150% fyrir 1. janúar 2023. Tómstundastyrkur á Seltjarnarnesi á að hækka um 20% á næsta ári og fer þá í 30.000 krónur. Ásgerður segir að til standi að hefjast handa við byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 30 íbúa en framkvæma á fyrir 260 milljónir á næsta ári á Seltjarnarnesi.

Í Kópavogi eru einnig tillögur meirihluta bæjarstjórnar að skattar verði lækkaðir. Fasteignaskattur og lóðarleiga eiga að lækka ásamt vatnsskatti og sorphirðugjaldi. Skuldahlutfall Kópavogsbæjar mun samkvæmt fjárhagsáætl- un lækka úr 244% niður í 206%. Fjárhagsáætlanir flestra sveitarfélaga eru í vinnslu og á eftir að samþykkja.