Íslensku þættirnir á Skjá einum voru flestir hverjir vinsælir eftir stofnun stöðvarinnar og fjölmiðlaumfjöllun um stöðina var þó nokkur, þá helst á prentmiðlum.En sitt sýndist hverjum og voru margir sem spáðu Skjá einum skammlífi.

Hvort sem um var að ræða illkvittni eða raunsæi í þeim spám þá var hlutafé félagsins uppurið snemma árs 2000.

DV greindi frá því í byrjun mars 2000 að þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson, sem þá áttu 50% í Skjá einum, hefðu farið á fund forráðarmanna Kaupþings „í peningaleit“ en þeim hafi jafnframt verið vísað á dyr með þeim orðum að Kaupþing væri ekki hjálparstofnun.

„Já, ég veit að strákarnir álpuðust þarna inn fyrir misskilning því þeir vissu ekki að Kaupþing á 15 prósent í Stöð 2,“ hafði DV eftir Páli Kr. Pálssyni, þáverandi stjórnarformanni félagsins.

Tveimur dögum seinna hafði DV eftir Ármanni Þorvaldssyni, sem þá starfaði hjá fyrirtækjasviði Kaupþings, að bankinn gæti ekki fjármagnað samkeppnisaðila sinn. Þeim Árna Þór og Kristjáni hafi verið kynnt eignarhald bankans á Stöð 2 og fundurinn ekki verið lengri.

____________________________

Nánar er fjallað um málið stuttri úttekt um Skjá einn í Viðskiptablaðinu í dag. Skjár einn er 10 ára á þessu ári og í vikunni var sjónvarpsstöðinni, sem alltaf hefur verið ókeypis, breytt í áskriftastöð.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .