Karl-Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóri hafnarinnar í Kaupmannahöfn, sagðist vara Reykvíkinga við rómantískum hugmyndum um að tiltekin íbúðabyggð og hafnarstarfsemi hljóti að fara vel saman.

Þetta kom fram á ráðstefnu um helgina á vegum Faxaflóahafna þar sem Karl-Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóri hafnarinnar í Kaupmannahöfn hélt ræðu: "Hollendingar sögðu okkur hvað hefði gengið illa hjá þeim við endurnýjun á hafnarsvæðum sínum. Það kom sér vel að fá ekki  bara að heyra um hvað hefði gengið vel. Í ljósi reynslunnar frá Kaupmannahöfn ætla ég svo að vara ykkur við rómantískum hugmyndum um að íbúðabyggð og tiltekin hafnarstarfsemi hljóti að fara vel saman.

Skarkali frá gámaflutningum og hávaði frá stórum farþegaskipum nálægð íbúðarhúsum skapar vandamál hjá okkur og þegar til kastanna kom voru hugmyndir margra Dana um hafnarsvæði í þá veru að þar ættu einkum að vera huggulegar skútur bundrar við bryggjur og reyktur áll eða lax á söluborðum fyrir túrista!“ sagði Karl-Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóri hafnarinnar í Kaupmannahöfn, meðal annars í erindi á námstefnu í Loftkastalanum síðastliðinn föstudag, 13. febrúar, í tilefni hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina í Reykjavík.