Fasteignafélagið Eik stefnir á selja fjárfestum skuldabréf að andvirði 11,6 milljarða króna á næstu vikum. Fasteignafélagið Eik á meðal annars húsnæði í Austurstræti sem hýsir 10-11 og veitingastaðinn Austur til viðbótar við húsnæði Húsasmiðjunnar i Skútuvogi ásamt fjölmörgum öðrum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.

Ýmsar breytingar hafa átt sér stað frá hruni í skuldabréfaútgáfu hér á landi. Aukin krafa er á útgefendur um örugg veð og skilmála sem eiga að tryggja hagsmuni kaupenda bréfanna.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar Fasteignafélags, ræddi við VB sjónvarp um skuldabréfaútgáfu félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.