Eins og áður hefur komið fram í Viðskiptablaðinu hefur Landsbankinn í Lúxemborg haft aðgang að lánum hjá Seðlabanka Evrópu í gegnum Seðlabankann í Lúxemborg (BCL).

Þessi lán gengu til Landsbanka Íslands og munu hafa verið um 2.000 milljónir evra en stóðu í 1.200 í desember síðastliðnum.

Það er Seðlabanki Evrópu sem er lánveitandinn í gegnum BCL. Veð Landsbankans hjá BCL eru að stærstum hluta ríkisbréf, um 900 milljónir evra, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins

Meðal viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg hafa verið vangaveltur um hvort BCL hefði mátt lána þessum litla banka svo mikla upphæð þrátt fyrir að afhent væru veð.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .