Umhverfisráðuneytið hefur gefið það út að fresta beri staðfestingu hluta aðalskipulags sveitafélagsins Skagafjarðar hvað varðar legu hringvegar á um 15 km kafla sem er nærri Varmahlíð. Vegagerði fyrirhugaði að stytta hringveginn í Skagafirði um 6 km sem átti auk þess að auka umferðaröryggi.

Sveitafélagið leggur aftur á móti meiri áherslu á mikilvægi þjónustu og verslunar sem þarna er við gamla veginn. Breytingar á veginum kippi rekstrargrundvelli undan þeirri þjónustu. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitafélagsins oog Vegagerðarinnar að finna lausn á málinu.