Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur örlítið verið að lækka í morgun er samt enn yfir 95 dollurum á markaði í London. Hjá Brent er olíuverð í framvirkum samningum skráð þessa stundina á 95,20 tollara tunnan en hjá WTI í New York er verðið skráð 89,03 dollarar.

Hafa verðhækkanir á markaði vestanhafs ekki náð að fylgja eftir hlutfallslega við hækkanir á markaði í London. Árshækkunin í London er 18,06% en 8,53% í New York. Því er spurning hvort boginn sé of hátt spenntur hjá spákaupmönnum á Evrópumarkaðnum eða hvort örari hækkana sé að vænta á markaði í New York.