Verðbólga hér á landi var 5,7% í júní samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í morgun, segir greiningardeild Glitnis.

?Til samanburðar var verðbólgan aðeins 2,4% að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) samkvæmt sama mælikvarða. Þannig mælist verðbólgan umtalsvert meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum um þessar mundir og má rekja það til gengisfalls krónunnar og mikillar þenslu í efnahagslífinu," segir greiningardeildin.

Samræmd vísitala neysluverðs (5,7%) og svo vísitalan neysluverðs sem Seðlabankinn styðst nálgast nú hvor aðra (8%).

?Vænta má þess að áfram dragi saman með niðurstöðum þessara mælikvarða á allra næstu mánuðum. Sennilegt er þó að verðbólga komi til með að minnka hraðar samkvæmt hefðbundnu vísitölunni þegar horft er til næsta árs og kólnun á íbúðamarkaði tekur að skila sér í vísitöluna, en markaðsverð íbúða er ekki innifalið í samræmdu vísitölunni," segir greiningardeildin.