Árni Páll Árnason sigraði Katrínu Júlíusdóttur í flokksvali Samfylkingarinnar í gær. Hann sagði í viðtali við RÚV að þetta kjörtímabil hafi ekki verið auðveldur tími.

„Ég hef þurft að glíma við erfið verkefni sem engan jafnaðarmann langar að sinna.“ Hann sagðist jafnframt vera þakklátur fyrir þetta mikla traust. Árni Páll mun bjóða sig fram sem formann flokksins en hann sagði það vera aðra baráttu sem snúist um hugmyndir og stærri sýn.

Katrín Júlíusdóttir sagðist vera afar þakklát fyrir stuðninginn í 2. sætið. Hún sagði að nú muni hún og Árni Páll snúa saman bökum fyrir kosningarnar næsta vor.

Mikil óánægja var með framkvæmd kosninganna í gær en úrslitin bárust rúmum þremur tímum of seint.