Beinn og óbeinn kostnaður af verkfalli flugmanna hjá Icelandair mun draga úr hagvexti í ár, jafnvel um 0,15%.

Oddgeir Á Ottesen, aðalhagfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í samtali við Morgunblaðið þjóðarbúið verða af ýmsum tekjum ef ferðamenn komast ekki til landsins vegna verkfalls. Á móti komi að innflutningur dregst saman, s.s. á eldsneyti og neysluvörum. Spurður að því hvaða áhrif það hafi á hagvöxt ef þjóðarbúið verði af 4-5 milljörðum króna vegna verkfalla í flugi að miðað við að 5 milljarðar séu um 0,27% af landsframleiðslu geti hagvöxtur orðið 0,15% minni en ella.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir jafnframt að áætla megi gróft að verkföll flugmanna og flugfreyja hjá Icelandair í maí og júní geti kostað um 0,5-1,0% af landsframleiðslu.