„Það er engin launung á því að við höfum verið að ræða við aðila frá því að við keyptum Plastprent,“ segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann neitar því hins vegar ekki að viðræðurnar fari fram.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefði áhuga á því að eignast hlut í Kvos. Ekki sé vitað hversu stór sá hlutur yrði.

Kaup Kvosar á Plastprent gengu í gegn í nóvember 2012. Þorgeir segir að síðan þá hafi verið rætt við nokkra aðila. Allar þær viðræður hafi verið í trúnaði.