Viðskipti með hlutabréf í Icelandair hafa hafist á ný eftir að hafa verið stöðvuð frá því í morgun.

Viðskipti með bréf í Icelandair voru stöðvuð 10:21 í morgun að beiðni FME til til að vernda jafnræði milli fjárfesta. Síðan hafa orðið töluverðar lækkanir á bréfum í öðrum félögum .

Í frétt á vef FME segir að eftirlitið hafi afturkallað stöðvun viðskipta í kjölfar tilkynningar frá Icelandair um framgang mála um kaupin á Wow air. Í tilkynningunni frá Icelandair segir að ólíklegt sé að skilyrði fyrir kaupunum á Wow air verði uppfyllt fyrir hluthafafund sem boðaður hefur verið á föstudag, 30. nóvember næstkomandi.

Þegar viðskiptin voru stöðvuð hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,88% í 25 milljón króna viðskiptum í morgun.