*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 6. desember 2019 19:02

Viðsnúningur hjá ION

37 milljóna viðsnúningur varð á rekstri ION hótela á síðasta ári.

Ritstjórn

ION Hótel ehf., sem rekur ION hótel á Nesjavöllum, ION City hótelið við Laugaveg í Reykjavík og Opal apartments við Laugaveg, hagnaðist um 23 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Árið áður tapaði félagið 14 milljónum króna. Tekjur félagsins námu rúmlega 1 milljarði króna árið 2018 og jukust um 115 milljónir króna frá fyrra ári. Eignir námu 310 milljónum króna og eigið fé nam 57 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 195 milljónum króna á síðasta rekstrarári og dróst launakostnaðurinn saman um 13 milljónir frá árinu 2017. Ársverk voru alls 29 á árinu 2018. Sigurlaug S. Hafsteinsson er framkvæmdastjóri ION Hótel ehf. Sigurlaug og eiginmaður hennar, Halldór Hafsteinsson, eiga helmingshlut í félaginu á móti fyrirtækinu Gistiveri ehf en það félag er í eigu hjónanna Hreiðar Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Önnu Lísu Sigurjónsdóttur.