Ind­riði Ingi Stefáns­son og Björn Leví Gunnars­son þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu um að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að leggja til breytingar á skatta- og tolla­lög­gjöf svo að gull­stangir verði undan­þegnar virðis­auka­skatti og tollum.

Í þings­á­lyktunar­til­lögunni sé breytingin gerð með það fyrir augum að fjölga sparnaðar­mögu­leikum al­mennings. Fjár­mála­ráð­herra myndi leggja fram frum­varp til laga til að ná þessu fram á vor­þingi 2025.

„Al­menningur víða um heim leitar í sparnað í gulli til að dreifa á­hættu. Vegna ís­lenskrar skatta- og tolla­lög­gjafar er slíkt í raun ó­mögu­legt þar sem strax verður nokkurt tap. Ekki verður séð að hægt sé að færa rök fyrir því að sparnaður í gulli ætti ekki að standa Ís­lendingum til boða,” segir í til­lögunni.

„Ekki þarf að vernda neina ís­lenska gull­vinnslu og ekki verður til veru­legur virðis­auki í ís­lensku hag­kerfi þegar gull er unnið í skart­gripi, borð­búnað eða aðra vöru. Hér er lögð til sjálf­sögð breyting sem ætti að veita al­menningi frelsi til sparnaðar til jafns við aðrar þjóðir,” segir þar enn fremur.