*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 30. október 2020 15:29

Vilja mannauðsstjóra á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir mannauðsstjóra. Lengi glímt við deilur, ásakanir um einelti og særða blygðunarkennd.

Ritstjórn
Ólafur Helgi Kjartansson var í embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar fyrrum mannauðsstjóri embættisins fór í veikindaleyfi eftir kvartanir um einelti en hann var síðar sjálfur færður til í starfi. Embættið auglýsir nú eftir nýjum mannauðsstjóra.
Aðsend mynd

Auglýst er eftir umsóknum í starf mannauðsstjóra embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum á vef Stjórnarráðsins í dag, en þar er ekkert minnst á þær deilur sem sá sem hreppir hnossið gæti þurft að glíma við. Sagt er æskilegt að viðkomandi geti haft störf við fyrsta tækifæri.

Mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um deilur innan embættisins, sem er annað stærsta lögregluembætti landsins með allt Reykjanesið sem sitt starfssvæði og 170 manns í vinnu á þremur starfsstöðvum.

Mannauðsstjóri embættisins, Helga Þ. Kristjánsson, var einn þriggja starfsmanna sem fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn þess kvörtuðu undan einelti af þeirra hálfu, en lögreglustjóranum var ekki tilkynnt um veikindaleyfin.

Lögreglustjórinn færður til eftir deilurnar

Ólafur Helgi Kjartansson var í haust færður úr starfi lögreglustjóra embættisins til dómsmálaráðuneytisins til að vera sérfræðingur í málefnum landamæra eftir aðrar kvartanir gegn honum meðal starfsmanna embættisins og við því tók Grímur Hergeirsson staðgengill tímabundið.

Var honum meðal annars gefið að sök að særa blygðunarkennd starfsmanna með því að skipta um föt á eigin skrifstofu og að hafa prentað út klúra texta sem annar starfsmaður sá óvart vegna bilunar prentarans.

Ætluðu í fyrra að verða eftirsóknaverðasta embættið

Í auglýsingu stjórnarráðsins segir að embættið hafi unnið stefnumótunarvinnu á síðasta ári þar sem eitt af markmiðunum hafi verið að það yrði eftirsóknaverðasta lögregluembætti landsins.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á mannauðsmálum embættisins í umboði lögreglustjóra og situr í yfirstjórn embættisins. Markmið starfsins er að tryggja góða þjónustu og gagnsæi gagnvart starfsmönnum embættisins, stöðugar umbætur og utanumhald um verkefni tengd mannauðsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð nýs mannauðsstjóra eru sögð verða:

 • Stefnumótun, þróun og framkvæmd mannauðsmála.
 • Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði mannauðsmála.
 • Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum.
 • Ábyrgð á fræðslu stjórnenda og almennra starfsmanna þ.m.t. móttaka og þjálfun nýliða.
 • Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður.
 • Umsjón og undirbúningur starfsmannasamtala.
 • Umsjón með sí- og endurmenntun starfsmanna.
 • Önnur verkefni sem honum er falið af lögreglustjóra.

Hæfnikröfur nýs mannauðsstjóra eru svo sögð vera:

 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er skilyrði.
 • Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af sviði stjórnsýslu og vinnuréttar er æskileg.
 • Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og gerð verkferla er æskileg.
 • Þekking og reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna kostur.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
 • Góð kunnátta í íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töl