*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 9. apríl 2021 08:22

Vilja Samkaup í kauphöllina

Lífeyrissjóðirnir Festa og Birta kaupa 14,4% hlut í Samkaupum og vilja láta skrá félagið á First North markað kauphallarinnar.

Ingvar Haraldsson
Ómar Valdimarsson er forstjóri Samkaupa.
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóðirnir Festa og Birta keyptu í mars 14,4% hlut í Samkaupum fyrir ríflega 1,3 milljarða króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Festa kemur ný inn í hluthafahópinn og eignast 10% í hlut en Birta jók hlutafjáreign sína úr 13,7% í 18,1% og er næststærsti hluthafi félagsins.

Eftir kaupin eiga sjóðirnir tveir því með 28% hlut í Samkaupum en kaupfélög halda á um tveimur þriðju hluta félagsins.Vilji er hjá lífeyrissjóðunum til að skrá félagið á First North markað kauphallarinnar.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir að eftir fjárfestingu lífeyrissjóðanna sé verkefnið fram undan að skoða fýsileika skráningar. „Það hefur verið til skoðunar öðru hverju síðustu ár að skrá félagið á First North markaðinn,“ segir Ómar. Ekki hafi orðið af því hingað til en það verði skoðað á ný af fullri alvöru eftir kaup lífeyrissjóðanna í félaginu.

Út frá kaupverðinu má áætla að Samkaup sé metið á um 9,4 milljarða króna og hefur virði félagsins því aukist nokkuð á undanförnum.

Velta Samkaupa jókst í faraldrinum, eða um nærri 12% í fyrra úr 34,3 milljörðum króna í 38,3 milljarða króna. Þá jókst hagnaður félagsins úr 238 milljónum í 446 milljónir króna á milli ára. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Festa Samkaup Birta