Michael O´Leary, framkvæmdastjóri írska flugfélagsins Ryanair, vonast til að í nánustu framtíð muni ferðamenn láta handfarangur næga í flugferðum. Hann vonast til að ríflega 90% ferðmanna sem fljúga með flugfélaginu muni einungis ferðast með handfarangur á næstu árum.

Farþegar Ryanair greiða á bilinu 15 - 60 evrur fyrir innritaðar töskur og ræðst verðið af þyngd og árstíma. Þetta er nokkru hærra verð en önnur lággjaldaflugfélög rukka og afleiðing er sú að aðeins fimmti hver farþegi félagsins innritar farangur. Michael O´Leary, framkvæmdastjóra Ryanair, þykir þó hlutfallið ennþá vera of hátt og vill ná ofangreindu markmiði. Frá þessu er greint á turisti.is.